Fiskimjöl og tónlist

Hugo HildeÁ morgun, fimmtudag, verða tónleikarnir Rythmefor/Hrynferð í Randulfssjóhúsi. Tónleikarnir eru afrakstur samstarfs Eskju á Eskifirði og BioMar í Noregi þar sem ungir tónlistarmenn frá Austurlandi og Vesterålen í Noregi fá tækifæri til að vinna saman.

Á tónleikunum kemur fram norski fiðluleikarinn Hugo Hilde ásamt hljómsveit og sérstakur gestur verður Garðar Eðvaldsson, saxófónleikari frá Eskifirði. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá göngu- og gleðivikunnar Á fætur í Fjarðabyggð.

Samstarf Eskju og BioMar

Hrynferð er samstarfsverkefni Eskju á Eskifirði og BioMar í Noregi þar sem ungir tónlistarmenn frá Austurlandi og Vesterålen í Noregi fá tækifæri til að vinna saman. Hljómsveitina skipa auk Hugo og Garðars; Jón Hilmar Kárason á gítar, Þorlákur Ágústsson á bassa og Orri Smárason á trommur.

Í tvö ár hefur verið tónlistarsamstarf milli fyrirtækjanna Eskju og BioMar. Lengur hafa fyrirtækin átt í viðskiptum þar sem Eskja selur mikið af fiskimjöli til BioMar.

Til að efla viðskiptasamböndin, styðja við ungt tónlistarfólk og skapa nánari tengsl milli landanna hafa verið haldnir nokkrir tónleikar á síðustu tveim árum í báðum löndunum. Bæði inn í fyrirtækjunum sjálfum en einnig á nokkrum stöðum um Vesterålen og Austurland.

Tíu ára menningarsamstarf

Menningarsamstarf hefur verið á milli Vesterålen í Noregi og Austurlands í tíu ár fyrir tilstuðlan menningarráða svæðanna beggja. Yfir hundrað menningarverkefni og viðburðir hafa orðið til á þessum tíma. Samstarf Eskju og BioMar er enn einn áfanginn í þessu blómlega samstarfi.

Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Randulfssjóhúsi á Eskifirði og hefjast klukkan 20.

Norski fiðluleikarinn Hugo Hilde. Mynd: Aðsend

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.