Gönguvika: Vika sem gengur að öllu leyti upp
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. jún 2014 17:42 • Uppfært 25. jún 2014 17:43
Á Fætur í Fjarðabyggð er nú í fullum gangi, en þessi átta daga göngu- og gleðivika er áviss viðburður síðustu heilu vikuna í júní ár hvert.
Að jafnaði er um hálft hundrað viðburða í boði, þar á meðal 16 skipulagðar gönguferðir ásamt tónleikum, sjóhúsapartíum, sjóræningjagleði og kvöldvökum, svo að fátt eitt sé nefnt. Þá er Náttúru- og leikjaskóli í boði fyrir yngstu göngugarpana í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands.
Gönguferðir gönguvikunnar eru af fjölbreyttum toga og má þar nefna sögugöngur, fjölskyldugöngur og alvöru fjallgöngur.
Í ár kynnir gönguvikan jafnframt ný fimm fjöll til sögunnar, en þeir sem ná að klífa þau öll ávinna sér titilinn Fjallagarpur Fjarðabyggðar.