Frítt að veiða í fimm austfirskum vötnum á sunnudag
Austfirðingum gefst kostur á að veiða frítt í fimm vötnum á svæðinu á veiðidegi fjlöskyldunnar sem haldinn verður á laugardag.Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum, þar af fimm á Austurlandi.
Þau eru: Haugatjarnir, Urriðavatn, Langavatn, Víkurflóð og Þveit.
Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar á heimasíðu LS www.landssambandid.is