Frítt að veiða í fimm austfirskum vötnum á sunnudag

fiskur ur fljotinu vor 2013 cropAustfirðingum gefst kostur á að veiða frítt í fimm vötnum á svæðinu á veiðidegi fjlöskyldunnar sem haldinn verður á laugardag.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum, þar af fimm á Austurlandi.

Þau eru: Haugatjarnir, Urriðavatn, Langavatn, Víkurflóð og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar á heimasíðu LS www.landssambandid.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.