Hvað er Bræðslan fyrir þér?

braedslan 2103 0101 webAnnað kvöld verður heimildarmynd um tónlistarhátíðina Bræðsluna eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur sýnd í Félagsheimilinu Fjarðarborg, Borgarfirði eystra. Þetta er í fyrsta sinn sem myndin er sýnd á Austurlandi.

Hún er lokaverkefni Aldísar Fjólu úr hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og er unnin í samstarfi við fyrirtækið Kvikland á Egilsstöðum.

Í myndinni er saga tónlistarhátíðarinnar rakin í máli og myndum, fylgst með undirbúningi í firðinum og talað við Bræðslugesti.

Tökur fóru aðallega fram í kringum Bræðsluna 2013 og eru helstu viðmælendur Áskell Heiðar Ásgeirsson, Magni Ásgeirsson, Jónas Sigurðsson, Vilhelm Anton Jónsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

Sýning hefst kl. 20:00 og miðaverð kr.1000. Fyrir myndina verður boðið upp á kjötsúpu í boði Bræðslunnar og Borgfjörð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.