Bygging kirkjunnar merki um stórhug í samfélaginu – Myndir

egilsstadakirkja 40ara 0002 webFyrrum sóknarprestur í Vallanesprestakalli segir það tákn um stórhug í samfélaginu að hafa ráðist í byggingu kirkju á Egilsstöðum fyrir fjörutíu árum. Nýir prestar í sameinuðu Egilsstaðaprestakalli voru kynntir til leiks þegar haldið var upp á 40 ára afmæli kirkjunnar á sunnudag.

„Við þökkum traustið og hlökkum til að fá að starfa í sókninni," sögðu þau Þorgeir Arason og Ólöf Margrét Snorradóttir sem nýverið voru skipuð í embætti sóknarprests og prests í Egilsstaðasókn.

Þau voru bæði við hátíðarmessu og voru kynnt fyrir kirkjugestum að athöfninni lokinni.

Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, sem þjónaði sem sóknarprestur í kirkjunni í 34 ár, segir byggingu kirkjunnar hafa verið dæmi um „samfélag sem sýndi stórhug" en hann rakti sögu hennar í kaffisamsæti eftir messuna.

Séra Davíð Baldursson, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi minntist sérstaklega á öflugt menningar-, tónlistar- og æskulýðsstarf í kirkjunni.

„Við erum hér á bjartasta tíma ársins og það á alltaf að vera hásumar í okkar huga þegar við erum að starfa," sagði séra Davíð þegar hann óskaði sóknarbörnum til hamingju með daginn.

egilsstadakirkja 40ara 0005 webegilsstadakirkja 40ara 0008 webegilsstadakirkja 40ara 0011 webegilsstadakirkja 40ara 0017 webegilsstadakirkja 40ara 0019 webegilsstadakirkja 40ara 0022 webegilsstadakirkja 40ara 0029 webegilsstadakirkja 40ara 0035 webegilsstadakirkja 40ara 0036 webegilsstadakirkja 40ara 0045 webegilsstadakirkja 40ara 0053 webegilsstadakirkja 40ara 0058 webegilsstadakirkja 40ara 0060 webegilsstadakirkja 40ara 0067 webegilsstadakirkja 40ara 0079 webegilsstadakirkja 40ara 0083 webegilsstadakirkja 40ara 0090 webegilsstadakirkja 40ara 0092 webegilsstadakirkja 40ara 0094 webegilsstadakirkja 40ara 0096 webegilsstadakirkja 40ara 0097 webegilsstadakirkja 40ara 0103 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.