Sólin skein á Skógardeginum – Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. júl 2014 17:25 • Uppfært 01. júl 2014 17:26
Fjöldi gesta lagði leið sína í Hallormsstaðarskóg fyrir rúmri viku þar sem skógardagurinn mikli var haldinn í tíunda sinn. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði, grillað nautakjöt og fleira góðgæti.
Að vanda var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í skógarhöggi sem vannst aftur austur eftir stutta útlegð á Suðurlandi en það var Seyðfirðingurinn Ólafur Mikaelsson sem þar varð hlutskarpastur.
Dúkkulísurnar spiluðu fyrir gesti og Héraðsdætur og Liljurnar sungu. Pjakkur og Petra heilsuðu upp á gesti og fiðrildi flögruðu um svæðið.
Myndir: Ágúst Valgarð Ólafsson




































