Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar byrjar í kvöld

blaa kirkjan web crapSautjánda tónleikasumarið í Bláu kirkjunni er nú að hefja göngu sína og að vanda verður boðið upp á vikulega tónleika með fjölbreyttri tónlist. Olga Vocal Ensemble ríður á vaðið í kvöld.

Tónleikaröðin hóf göngu sína árið 1998 að frumkvæði Muff Worden heitinnar og Sigurðar Jónssonar og hefur starfað sleitulaust síðan og er mikilvægur hluti af hinu blómlega menningarlífi sem einkennir Seyðisfjörð.

Í gegnum tíðina hafa margir af helstu tónlistarmönnum landsins komið þar fram auk erlendra gesta.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín og endurspeglast fjölbreytnin í dagskrá sumarsins:

2. júlí : „Olga sækir Ísland heim" - Olga Vocal Ensemble.
9. júlí: „Ef engill ég væri með vængi" – Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa og Hilmar Örn Agnarsson orgel/harmóníum.
16. júlí: Klassík fyrir fiðlu og píanó - Rut Ingólfsdóttir fiðla og Richard Simms píanó.
23. júlí: „Eldheitar ástríður" – Hlín Pétursdóttir Behren sópran, Pamela De Sensi þverflauta og Páll Eyjólfsson gítar.
30. júlí: „We Ride Polar Bears" – Hot Eskimos.
6. ágúst: „Á blúsandi siglingu" – Blúshljómsveit Björgvins Gíslasonar.

Allar nánari upplýsingar: www.blaakirkjan.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.