119 börn í Sumarbúðunum við Eiðavatn í ár

sumarbudir eidar 2014Nú er sumarstarfinu lokið þetta árið í Sumarbúðum kirkjunnar við Eiðavatn. 119 börn á aldrinum 7-14 ára dvöldu í fjórum flokkum í Sumarbúðunum þetta árið og fjölgaði þeim um 15 milli ára. Langflest börnin koma að vanda frá svæðinu frá Bakkafirði til Hornafjarðar en nokkur af höfuðborgarsvæðinu.

Sumarbúðastjóri eins og undanfarin ár var Fellamaðurinn Hjalti Jón Sverrisson, tónlistarmaður og guðfræðingur.

Í búðunum er lögð áhersla á alls konar útiveru og leiki í bland við daglega, kristna fræðslu og helgihald. Eiðavatn og annað umhverfi staðarins er t.d. vel nýtt í starfinu til bátsferða og annarrar dagskrár.

Brennómót, kanóar, Eiða-Quidditch, vinabönd, heimabakað góðgæti, brjóstsykursgerð, ratleikir, kubb, kvöldvökufjör, bátsferð í Eiðahólma og náttfatapartý var meðal þess sem kom við sögu í starfi sumarsins að þessu sinni!

Nýjung í ár var listaflokkur, þar sem sérstaklega var unnið með leiklist, myndlist og tónlist í bland við önnur sumarbúðaævintýri.

Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru þær einu sem Þjóðkirkjan rekur nú.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.