119 börn í Sumarbúðunum við Eiðavatn í ár
![sumarbudir eidar 2014](/images/stories/news/2014/sumarbudir_eidar_2014.jpg)
Sumarbúðastjóri eins og undanfarin ár var Fellamaðurinn Hjalti Jón Sverrisson, tónlistarmaður og guðfræðingur.
Í búðunum er lögð áhersla á alls konar útiveru og leiki í bland við daglega, kristna fræðslu og helgihald. Eiðavatn og annað umhverfi staðarins er t.d. vel nýtt í starfinu til bátsferða og annarrar dagskrár.
Brennómót, kanóar, Eiða-Quidditch, vinabönd, heimabakað góðgæti, brjóstsykursgerð, ratleikir, kubb, kvöldvökufjör, bátsferð í Eiðahólma og náttfatapartý var meðal þess sem kom við sögu í starfi sumarsins að þessu sinni!
Nýjung í ár var listaflokkur, þar sem sérstaklega var unnið með leiklist, myndlist og tónlist í bland við önnur sumarbúðaævintýri.
Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru þær einu sem Þjóðkirkjan rekur nú.