Bjarni Rafn gefur út sína fyrstu breiðskífu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. júl 2014 10:28 • Uppfært 10. júl 2014 15:36
Austfirski raftónlistarlistarmaðurinn Bjarni Rafn Kjartansson, sem gengur undir listamannsnafninu Muted gaf í síðustu viku út sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið Muted World og kemur út í mjög takmörkuðu upplagi.
Bjarni Rafn segir markmið plötunnar vera að leyfa hlustandanum að stíga inn í veröld listamannsins í gegnum tilraunakennda og frumlega vinnslu á umhverfishljóðum, í bland við raftóna.
Helstu áhrifavaldar plötunnar eru Portishead, Madlib og Four Tet ásamt mörgum öðrum listamönnum. Muted samdi alla tónlist plötunnar ásamt texta lagsins Special Place sem Jófríður Ákadóttir söngkona hljómsveitarinnar Samaris syngur.