Austfirsk söfn taka þátt í safnadeginum á sunnudag

franski spitali 20102013Nokkur austfirsk söfn opna dyr sínar upp á gátt á sunnudag í tilefni íslenska safnadagsins.

Í Safnahúsinu í Neskaupstað verður opið frá 13-21. Þar eru þrjú söfn: Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar.

Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands opið frá 13-17 og sami opnunartími er á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði.

Hið nýja safn um Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði er opnið frá 10-18 en þar er hægt að kynnast lífi og kjörum franskra sjómanna um aldamótin 1900.

Minjasafn Austurlands er opið líkt og aðra daga á milli klukkan 13-17. Þar stendur yfir sérsýning um útskurð á Austurlandi þar sem sýndir eru útskornir gripir úr tré frá Austurlandi frá 17. – 20. öld.

Breiðdalssetur er opið lengur en vanalega eða frá klukkan 10-19 í tilefni dagsins. Heitt verður á könnunni allan daginn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.