Skip to main content

Austfirsk söfn taka þátt í safnadeginum á sunnudag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. júl 2014 15:25Uppfært 11. júl 2014 15:29

franski spitali 20102013Nokkur austfirsk söfn opna dyr sínar upp á gátt á sunnudag í tilefni íslenska safnadagsins.


Í Safnahúsinu í Neskaupstað verður opið frá 13-21. Þar eru þrjú söfn: Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar.

Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands opið frá 13-17 og sami opnunartími er á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði.

Hið nýja safn um Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði er opnið frá 10-18 en þar er hægt að kynnast lífi og kjörum franskra sjómanna um aldamótin 1900.

Minjasafn Austurlands er opið líkt og aðra daga á milli klukkan 13-17. Þar stendur yfir sérsýning um útskurð á Austurlandi þar sem sýndir eru útskornir gripir úr tré frá Austurlandi frá 17. – 20. öld.

Breiðdalssetur er opið lengur en vanalega eða frá klukkan 10-19 í tilefni dagsins. Heitt verður á könnunni allan daginn.