LungA sett í fimmtánda sinn

9313812409 179193a5d9 bListahátíðin LungA var sett á sunnudagskvöld í fimmtánda sinn. Leiðbeinendur, listamenn og þátttakendur í listasmiðjunum mættu þá á svæðið tilbúin í vikulangt LungA ævintýri.

Formleg dagskrá hófst með opnunartónleikum Pascal Pinon í Bláu kirkjunni og úrslitaleik HM í bíósalnum.

Í vikunni verða fjölbreyttar listasmiðjur ásamt fyrirlestrum, tónleikum, listasýningum og öðrum viðburðum.

Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar www.lunga.is og miðasala á lokatónleika LungA er hafin á midi.is.

LungA hefur um árabil verið einn helsti menningarviðburður ungs fólks á Íslandi. Ungmenni koma allstaðar að með listsköpun sína í farteskinu eða til að taka þátt í tilraunakenndum listasmiðjum.

Með þátttöku LungA í ungmennaskiptiverkefnum styrktum af Evrópu unga fólksins hafa erlendir hópar fengið tækifæri til að sækja hátíðina heim ásamt því að vinna að verkefnum tengdum ungu fólki í Evrópu.

Í ár taka 64 ungmenni þátt í ungmennaskiptiverkefni í tengslum við hátíðina, hóparnir koma frá Danmörku, Noregi, Bretlandi og munu þau ásamt íslenskum hópi fá tækifæri til þess að taka þátt í listasmiðjum og öðrum viðburðum LungA hátíðarinnar í einstöku umhverfi Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.