LungA er meira en bara listasmiðjur

lunga sara riel 003 webFjölbreytt dagskrá er á Seyðisfirði þessa vikuna í tengslum við listahátíð ungs folks á Austurlandi, LungA, sem þar er haldin.

Meðal dagskráliða vikunnar eru:

Glaðir fylgjendur 16.07.2014 kl 20:30
Verkið Glaðir fylgjendur var frumsýnt í Listaháskóla Íslands 28.mars síðastliðinn. Verkið er einstaklingsverkefni Emelíu Antonsdóttir Crivello á öðru ári sviðshöfundabrautar.

Trú var rannsóknarefni hópsins í ferlinu og er verkið afrakstur þess. Verkið er að hluta til byggt á reynslu höfundar á uppvaxtarárum sínum í sértrúarsöfnuði.

Sara Riel 17.07.2014 kl 17:00
Sara Riel myndlistakona er komin á LungA til að vinna að nýju vegglistaverki á Herðubreið sem er höfuðstöð LungA og samkomuhús Seyðisfjarðar. Vegglistaverk Söru eru mörgum kunnug en hún afhjúpaði nýlega verkið Fjöður sem hún málaði á blokkargafl í Asparfelli í Breiðholti. Á fimmtudaginn næsta mun Sara einnig vera með listamannaspjall í Herðubreið kl 17:00.

Listasýning 18.07.2013 20:30
Fjölmargir listamenn eru nú að vinna að uppsetningu hópsýningar sem fer fram á föstudaginn í gamla frystihúsinu, Norðursíld.

Þeir sem sýna eru:
Arnór Kári Egilsson
Gylfi Freeland Sigurðsson
Sigurður Þórir Ámundason
Katrín Jónsdóttir
Nicholas Brittain Shaber
Marine Arragain
Renaud Cambuzat
Magnús Andersen
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Jófríður Ákadóttir
Þorvaldur Jónsson
Björk Viggósdóttir
Kolbrún Þóra Löve
Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.