Gítarleikari Skálmaldar leitar að týndu gítardóti eftir Eistnaflug
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. júl 2014 11:35 • Uppfært 16. júl 2014 11:35
Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar leitar að bakpoka með gítardóti sem týndist á Eistnaflugi. Hann segist viss um að hann hafi verið tekinn í misgripum.
„Bakpokinn inniheldur allt mitt gítardót sem ég nota með Skálmöld, sérsmíðaðan gítarfetil og pedalana sem gera sándið," sagði Þráinn Árni í samtali við Austurfrétt.
Hann segist „handviss um" að bakpokanum hafi ekki verið stolið heldur hafi hann verið tekinn með öðru dóti.
Hann þurfi hins vegar á dótinu að halda fyrir Þjóðhátíð. „Ég er að verða ansi stressaður, Þjóðhátíð nálgast og ég á erfitt með að vera án þessara pedala þó ég geti að sjálfsögðu bjargað mér - enginn heimsendir."