Skip to main content

LungA-skólinn: Lærum mikið um okkur sjálf en ekki bara hið skapandi ferli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. júl 2014 11:36Uppfært 17. júl 2014 11:37

marie dann lunga webNemendur í þróunarmánuði LungA-lýðháskólans kynntust sjálfum sér ekki síður en hinu skapandi ferli. Einn nemendanna segir mikið álag hafa verið á nemendunum í vikunni en það hafi verið gaman.


„Það er mikilvægt að þekkja sjálfan sig til að geta skapað og við fórum í mikla persónulega skoðun. Aukin þekking á sjálfri mér er það sem ég hef fyrst og fremst fengið út úr mánuðinum," segir Marie Dann, 24 ára Þjóðverji og nemi í hönnunarmiðlun.

Námskeið LungA skólans, sem hefst í haust, voru í vor prufukeyrð á tuttugu manna tilraunahópi. Marie, sem kom á LungA-hátíðina sjálfa í fyrra, kynntist þar hugmyndafræðinni og ákvað að sækja um.

Hún segist ánægð með það hún fékk að prófa í prufumánuðinum. „Hann leið brjálæðislega hratt en virtist samt langur. Eftir fyrstu vikuna leið okkur eins og við hefðum verið hér í hálft ár því við gerðum svo margt.

Mér leið virkilega vel en fann um leið fyrir þreytu því heilinn var alltaf á fullu. Stærsti gallinn sem ég fann var að þetta var of stuttur tími," segir Marie.

Listahátíðin LungA er nú haldin á Seyðisfirði og lýkur með uppskeruhátíð og stórtónleikum á laugardag.