LungA-skólinn: Tilfinningin eins og allt sé hægt

lunga estela semeco webÞeir nemendur sem tóku þátt í prufumánuði LungA-lýðháskólans í vor bera skólanum vel sögunnar. Nemandi segir að innan hópsins hafi skjótt skapast traust þannig menn hafi öðlast trú á að allt væri hægt.

„Við náðum að byggja upp litla fjölskyldu og þægilegt andrúmsloft. Það einkenndist af frelsi fremur en gagnrýni. Það var uppfullt af skapandi orku og það var eins og allt væri hægt."

Þannig lýsir Estela Semaco upplifun sinni af prufumánuðinum. Estela er 28 ára gömul og starfar sem listamaður heima í Bandaríkjunum. Hún mætti á LungA-hátíðina árið 2012.

„Ég varð ástfangin af bænum og fólkinu. Ég hef reynt að komast hingað aftur síðan og þess vegna sótti ég um í skólanum."

Í voru gerðar tilraunir með þau námskeið sem í boði verða þegar skólinn tekur til starfa í haust. Estela segir að helst hafi nemendurna vantað meiri tíma út af fyrir sig.

„Þegar keyra þarf fjögurra mánaða dagskrá á fjórum vikum þá verður hún mjög þétt. Það sem skólastjórnendurnir eru að gera er mjög gott, þeir hafa reynt á okkur. Ég vil bara meira af þessu.

Þetta er eins og þegar ég mætti á LungA-hátíðina. Í hvert skipti sem maður vann að einhverju leið mér eins og ég væri að missa af stórkostlegum tónleikum eða öðru, sem er mjög jákvætt. Ég hlakka til að sjá hver útkoman verður úr skólanum."

LungA-hátíðin er nú haldin á Seyðisfirði í fimmtánda sinn. Henni lýkur með uppskeruhátíð og stórtónleikum á laugardag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.