Finnbogi Pétursson sýnir á Eskifirði

IMG 7990Á morgun verður opnuð sýningin „Sjólag" með verkum Finnboga Péturssonar í Dahlshúsi á Eskifirði. Sýningin stendur til 3. ágúst nk.

Finnbogi Pétursson er Íslendingum að góðu kunnur. Hann er hljóðlistamaður sem skapar hugmyndalist, tónlist, vídeólist, flúxuslist, innsetningar- og umhverfislist.

Finnbogi býr til listaverk úr hljóði og myndar skúlptúra út frá því. Hann notar tækni í verkum sínum sem hafa áhrif á skynjun.

Finnbogi lærði fyrst við Myndlista- og handíðaskólann og síðan við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hann hefur sýnt víða um heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001.

Sýning Finnboga, „Sjólag" er önnur sýningin í Dahlshúsi sem er norskt sjóhús sem stendur við Strandgötu á Eskifirði.

Það var byggt árið 1880 og endurbyggt árið 2013. Í Dahlshúsi verða sýningar á samtímalist á sumrin fram til ársins 2018. Árni Páll Jóhannesson og Kristján Guðmundsson voru fyrstir til að sýna í húsinu sumarið 2013.

Sýningin í Dahlshúsi er opin frá kl. 14.00-17.00 alla virka daga og frá kl. 14.00-16.00 um helgar. Menningarráð Austurlands styrkir sýninguna.

Dahlshús. Mynd: SBS

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.