Ólöf Birna sýnir í gallerí Klaustri

olof birna galleri klaustur webOpnuð hefur verið sýningin „Í grjótinu" í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Á henni sýnir Ólöf Birna Blöndal tólf kolateikningar af grjóti, stuðlabergi, fjöllum og steinamyndunum.

Ólöf Birna er búsett á Egilsstöðum og sýndi síðast í gallerí Klaustri árið 2001.

Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.

Síðast sýndi hún í Sal íslenskrar grafíkur í Reykjavík á vordögum 2014.

Sýningin stendur til 13. ágúst og er opin alla daga kl. 10-18.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.