Kristian gefur út Í landi hinna ófleygu fugla
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. júl 2014 18:14 • Uppfært 09. apr 2015 20:36
Egilsstaðabúinn og ljóðskáldið Kristian Guttesen sendi nýverið frá sér sína áttundu ljóðabók. Með henni fagnar hann fertugsafmæli sínu og 19 ára skáldaafmæli.
Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal fyrri bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.
Kristian hefur frá tvítugsaldri birt sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.
Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 bls. og útgefandinn er Bókaútgáfan Deus.