Ríflega 3500 gestir sóttu viðburði á vegum LungA sem lauk á Seyðisfirði á laugardag með uppskeruhátíð og stórtónleikum. Á uppskeruhátíðinni sýndu þátttakendur í listasmiðjum afrakstur vikunnar en hún var sambland af gjörningum, tónlist, dansi, leiklist og sýningum.
Uppskeruhátíðin hófst með þremur sýningum í Herðubreið en síðan var farið í skrúðgöngu í gegnum þorpið sem lauk úti á svæði Norðursíldar þar sem tónleikarnir fóru fram um kvöldið. Austurfrétt slóst með í för á uppskeruhátíðinni.
Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.