Líf og fjör á LungA - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. júl 2014 18:51 • Uppfært 25. júl 2014 18:05
Ríflega 3500 gestir sóttu viðburði á vegum LungA sem lauk á Seyðisfirði á laugardag með uppskeruhátíð og stórtónleikum. Á uppskeruhátíðinni sýndu þátttakendur í listasmiðjum afrakstur vikunnar en hún var sambland af gjörningum, tónlist, dansi, leiklist og sýningum.
Uppskeruhátíðin hófst með þremur sýningum í Herðubreið en síðan var farið í skrúðgöngu í gegnum þorpið sem lauk úti á svæði Norðursíldar þar sem tónleikarnir fóru fram um kvöldið. Austurfrétt slóst með í för á uppskeruhátíðinni.
































