Hafdís Huld á tónleikaferðalagi um Austfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. júl 2014 19:06 • Uppfært 27. júl 2014 21:44
Tónlistarkonan Hafdís Huld er þessa dagana á ferð um landið til að kynna þriðju sólóplötu sína. Hún heldur tvenna tónleika af því tilefni á Austfjörðum.
Platan Home kom út í Bandaríkjunum og Evrópu nú í vor og hefur fengið frábæra dóma. Með Hafdísi Huld á ferðalaginu er gítarleikarinn Alisdair Wright en saman hafa þau komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims. Á dagskránni eru lög af sólóplötum Hafdísar Huldar sem og vel valin íslensk lög.
Hafdís Huld og Alisdair verða á Cafe Sumarlínu á Fáskrúðsfirði í kvöld og í Kaupvangskaffi á Vopnafirði á morgun, mánudag.
Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og miðaverð er 2000 kr.