Enginn harmonikkuhátíð um verslunarmannahelgina í ár
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. júl 2014 10:36 • Uppfært 31. júl 2014 10:37
Sumarhátíð harmonikkufélagsins sem haldin hefur verið ár hvert í 13 ár verður ekki núna um verslunarmannahelgina.
Félagsmönnum þykir það miður og segja þeir að hátíðin falli niður vegna lélegrar aðsóknar undanfarin ár.
Í staðinn blása þeir til stórdansleiks í Valaskjálf þann 30. ágúst þar sem harmonikkan fær að njóta sín og engu verður til sparað. Viðburðurinn verður auglýstur nánar síðar.