Myndverk eftir Söru Riel á útvegg Herðubreiðar

lunga sara riel 003 webNýtt myndverk eftir listakonuna Söru Riel prýðir nú útvegg félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Sara tók þátt í listahátíðinni LungA nýverið og lauk við verkið fyrir verslunarmannahelgina.

Verkið hefur skírskotun í rokksöguna. Sara segir að um sé að ræða diagram af Fender Camp amp gítarmagnara sem hafi m.a. haft mikil áhrif á rokkhljóðið sem varð til 1960 og 70.

Camp amp var ódýr magnari sem grasrótin keypti gjarnan. Sara sagði í listamannaspjalli sínu að þátttakendur á LungA væru framtíðar „champions" og að það þyrfti að magna þá upp.

Sara sagðist vilja höfða til hóps Seyðfirðinga og vonaði að þeir myndu njóta verksins þar sem Seyðisfjörður er mekka listasenunnar. Hún sagði þessi rokk og ról tengsl viðeigandi.

Það er óvenjulegt fyrir Söru að nota svona mikið af björtum sterkum litum en þeir eru skírskotun í litagleði húsanna á Seyðisfirði.

Sara afhjúpaði nýverið „Fjöðrina" stórt magnað veggverk í Breiðholti, Reykjavík og tekur þátt í myndlistasýningunni Rúllandi snjóbolti 5 á Djúpavogi.

Mynd: Magnús Elvar Jónsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.