Skip to main content

Útimessa í Fjallaskarði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2014 22:05Uppfært 08. ágú 2014 22:07

snaefellHin árlega útimessa í Valþjófsstaðarprestakalli verður að þessu sinni inn í Fjallaskarði við Eyvindarfjöll á Fljótsdalsheiði sunnudaginn 10. ágúst 2014 og hefst kl. 14:00


Til þess að komast að messustað er ekið eftir vegi F910, Kárahnjúkavegi og þaðan tekinn afleggjari sem verður sérstaklega merktur.

Leiðin er fær jeppum og má gera ráð fyrir að ferðin taki um klukkustund frá Bessastöðum í Fljótsdal.

Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar við messuna. Við messulok fer fram húsblessun í nýjum skála á svæðinu.

Messugestum er bent á að koma hlýlega klæddir til messunnar og taka með sér nesti svo hægt verði að sameinast í messukaffi að loknu helgihaldi, en félagar Ferðaklúbbnum 4x4 Austurlandsdeild munu bjóða upp á kaffi.

Allir eru velkomnir.

Allar nánari upplýsingar um messuna eða leiðina á messustað veitir sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir í síma 892-9328 og formaður sóknarnefndar Valþjófsstaðarsóknar, Friðrik Ingólfsson í síma 847-9214.