Sumarsýningum lýkur um helgina

rullandi sjobolti staffÁ næstu dögum lýkur fjórum sýningum sem staðið hafa yfir á Austurlandi í sumar. Á Djúpavogi lýkur sýningunni Rúllandi snjóbolti 5 í dag. Þar hafa 33 listamenn frá Kína, Íslandi, Hollandi og nokkrum öðrum ríkjum sýnt verk sín í gömlu Bræðslunni. Nokkur af stærstu nöfnum íslenskrar myndlistar eiga verk á sýningunni, þeirra á meðal Sara Riel, Erró, Rúrí og Sigurður Guðmundsson.

Í Dahlshúsi á Eskifirði hefur undanfarnar vikur staðið yfir sýning á verkum Helgu Unnarsdóttur, leirkerasmiðs. Þetta er fyrsta sýning Helgu á heimaslóðum í fjórtán ár en hún er fæddur og uppalinn Eskfirðingur. Sýningin er opin á milli kl. 15 og 18 og lýkur á morgun, laugardag.

Í Sláturhúsinu á Egilsstöðum er sumarsýningu hússins að ljúka. Hún er tvíþætt því annars vegar er sýning á verkum félaga í SAM-félaginu, grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi en hins vegar sýning á afrakstri hönnunarverkefnisins Designs from Nowhere sem fram fór í fjórðungnum síðasta vetur.

Á mánudag klukkan 21:00 verða þar tónleikar með hljómsveitinni Minua og á fimmtudagskvöld Gelid Phase – eða sjónræn hljóðlist sem er samstarfsverkefni íslensku listakonunnar Ragnheiðar Bjarnason og hinnar sænsku Laurne Röde.

Á Vopnafirði er sýningin „Yfir hrundi askan dimm" í Véla- og tækjasafninu en hún fjallar um um öskufallið sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur og verður opin fram til 20. ágúst.

Alþjóðlegu listsýningunni Rúllandi snjóbolti 5 á Djúpavogi lýkur í dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.