Von á óvæntum uppákomum á Hverfahátíð á Seyðisfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. ágú 2014 14:09 • Uppfært 15. ágú 2014 14:10
Á morgun laugardag verður hin árlega Hverfahátíð á Seyðisfirði haldin hátíðleg þar sem hverfin sameinast í grilli og almennri gleði.
Heimamenn skreyta hús sín og garða í hverfalitunum og keppa um titilinn: Hverfi ársins og mest skreytta húsið. Þetta gefur bænum hátíðlegan blæ í hvert sinn.
Leikir, dans, brenna og samsöngur er meðal þess sem hátíðin býður líka upp á, og segir Eva Björk Jónudóttir hverfastjóri í samtali við Austurfrétt, að íbúar Seyðisfjarðar megi búast við óvæntum uppákomum í ár.
Allir eru velkomnir á Hverfahátíðina.