Von á óvæntum uppákomum á Hverfahátíð á Seyðisfirði
![seydis hverfahatid 006](/images/stories/news/2009/agust/seydis_hverfahatid_006.jpg)
Heimamenn skreyta hús sín og garða í hverfalitunum og keppa um titilinn: Hverfi ársins og mest skreytta húsið. Þetta gefur bænum hátíðlegan blæ í hvert sinn.
Leikir, dans, brenna og samsöngur er meðal þess sem hátíðin býður líka upp á, og segir Eva Björk Jónudóttir hverfastjóri í samtali við Austurfrétt, að íbúar Seyðisfjarðar megi búast við óvæntum uppákomum í ár.
Allir eru velkomnir á Hverfahátíðina.