Skip to main content

Fjórir höfundar á Bókamessu Ormsteitis

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. ágú 2014 10:17Uppfært 19. ágú 2014 10:19

skemmtikvold valaskjalf 0081 webFjórir höfundar munu lesa úr nýlegum eða væntanlegum bókum sínum og segja frá útgáfuferlinu á Bókamessu Ormsteitis sem haldin verður í kvöld.


Þau Kristian Guttesen, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson hafa öll sent frá sér bækur nýverið og Hrafnkell Lárusson hyggur á útgáfu í haust.

Einnig verður leiklesið brot úr leikverki sem er í vinnslu.

Bókamessan verður haldin á Bókakaffi Hlöðum í Fellabæ og hefst klukkan 20:00.

Kristian Guttesen verður meðal skáldanna í kvöld. Mynd: GG