Afurðir úr Tónafjósinu á Eiðum
Í vikunni hefur hópur tónverkafólks úr ýmsum áttum sótt fræðslu og verið í akkorðsvinnu í Tónafjósi í Eiðaþinghá, sem er tónverkstæði, staðsett í húsakynnum Barnaskólans á Eiðum. Verk og smíðar hópsins verða sýnd almenningi um helgina:Í kvöld klukkan 20:00 verður klukkustundarlaus tónverkssýning undir yfirskriftinni Lagaleysi í Barnaskólanum á Eiðum.
Annað kvöld klukkan 18:00 verður allsherjar tónverkssýning, tónleikar og skrall fram eftir kvöldi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Á laugardaginn klukkan 15:00 verður svo hljóðleikhús í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.
Eftirtaldir aðilar gengu að verksamningi við Tónafjósið á Eiðum árið 2014: Sunna C. Ross, Páll Ivan frá Eiðum, Per Åhlund, Lilja María Ásmundsdóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Halldór Úlfarsson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann Valur Klausen, Ásthildur Ákadóttir, Kirstine Lindemann, Charles Ross og Bára Sigurjónsdóttir.