Austfirðingar himinlifandi með veðrið í sumar

solbad valdi veturlidaÍbúar á Norður- og Austurlandi eru ánægðastir Íslendinga með veðurfarið í sumar að því er fram kemur í nýrri könnun.

Af þeim sem tóku afstöðu í könnun MMR voru 92,4% íbúa á Norður- og Austurlandi ánægðir með veðrið í sumar.

Töluverður munur er á milli landshluta. Um 45% íbúa á Norðvestur- og Vesturlandi og Suðurlandi eru ánægðir með veðrið í sumar en hlutfallið fer niður í 33-37% í Reykjavík og nágrenni.

Á landsvísu voru 45% þeirra sem svöruðu ánægðir með sumrið, sem er nokkru lægra en síðustu ár. MMR hefur kannað ánægju Íslendinga með sumarveðrið frá árinu 2010 en það ár og 2012 var ánægjan á landsvísu um eða yfir 95%.

Könnunin var gerð í síðustu viku. Úrtakið var handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, 18 ára og eldri. Niðurstöðurnar byggjast á 945 svörum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.