Krabbameinsfélagið stendur fyrir orlofshelgi á Eiðum

eidarKrabbameinsfélög Austfjarða og Austurlands standa fyrir orlofshelgi fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum um helgina.

Boðið verður upp á fræðslu, gönguferðir, svæðanudd, helgistund, notalega samveru og margt fleira. Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytur erindi.

Orlofshelgin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Upplýsingar og skráning hjá Steinunni Sigurðardóttur í síma 861 2316 og Álfheiði Hjaltadóttur í síma 898 1530 eða á vef Krabbameinsfélagsins.

Frá Eiðum. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.