Skip to main content

Leikskólabörnin voru heiðursgestir á opnun listsýningar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. sep 2014 16:30Uppfært 04. sep 2014 16:31

leikskoli list slaturhus 0001 webLeikskólabörn af leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðu voru heiðursgestir við opnun listasýningarinnar „Þetta vilja börnin sjá" í Sláturhúsinu í morgun.


Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út í fyrra. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum.

Það voru leikskólabörn af deildinni Rjóðri og Tjarnarbæ sem litu við á sýningunni í morgun á sama tíma og Austurfrétt og virtust nokkuð sátt við það sem boðið var upp á.

Sýningin er opin miðvikudaga-fimmtudaga 18-22 og laugardaga 13-17.

leikskoli list slaturhus 0002 webleikskoli list slaturhus 0008 webleikskoli list slaturhus 0009 web