Frambjóðendur til nemendaráðs í VA buðu upp á hoppukastala og kandísflos

va nemendaradskosningar2014Tíu frambjóðendur eru til fjögurra sæta í nemendaráði Verkmenntaskóla Austurlands (NIVA) en úrslitin verða kunngjörð í dag. Frambjóðendur settu upp hoppukastala og buðu upp á kandísflos við skólann í vikunni.

„Mig og vin minn langaði að komast í nemendaráðið og við tókum bara „go big or go home" dæmi á þetta til að reyna að gleðja fólkið og leyfa öllum að finna krakkann í sér aftur," segir Rúnar Már Theodórsson, frambjóðandi.

„Við vinnum hjá hopp.is og ákváðum að skella í tvo hoppukastala og splæsa kandísflos á hringinn og allir sem mættu virtust hafa gaman og fýla sig í botn."

Tíu eru í framboði en kosið er um fjögur laus embætti í ráðinu, þar af er eitt sérstaklega ætlað nýnemum. „Við ákváðum að reyna við nemendaráðið til að koma á aðeins betra félagslífi í skólanum."

Hann vonast til að betur gangi hjá honum í ráðinu heldur en við kandísflosvélina. „Ég ætla aldrei aftur að reyna að snerta hana því þetta gekk ekkert hjá mér!" segir hann og hlær.

Kosið var í gær og úrslitin verða kunngjörð á nýnemadegi í dag. Rúnar treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslitin en segir stemminguna hafa verið góða í kosningabaráttunni.

„Hún var mjög góð á þriðjudaginn og fólk úti í bæ og samnemendur hrósa manni fyrir þetta."

Mynd: Áslaug Lárusdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.