Fortitude: Erum búin að skapa samfélag sem við viljum heimsækja árlega
![patrick spence fortitude web](/images/stories/news/folk/patrick_spence_fortitude_web.jpg)
„Þetta tiltekna íslenska þorp endurspeglaði fullkomlega það sem við leituðum eftir. Við leituðum lengi, lengi," segir yfirframleiðandinn, Patrick Spence í viðtali við vefinn World Screen.
Reyðarfjörður var aðaltökustaður þáttanna en valin atriði voru tekin upp víðar á Austurlandi.
Hann segir að sagan hafi krafist þess að myndað væri í sjávarþorpi á norðurslóðum. Skoðaðir hafi verið tökustaðir á Noregi og í Kanada áður en röðin kom að Íslandi. Hér þóttu mannvirki og náttúra líkari norðurskautinu. Innitökur eru síðan í stóru myndveri í nágrenni Heathrow flugvallar.
Afar einangraður staður
Helsta vandamál Reyðarfjarðar hafi verið hversu langt staðurinn hafi verið frá alfaraleið. Fljúga þurfti bæði enska og íslenska starfsfólkinu á staðinn. Þá hafi verið erfitt að finna gistingu fyrri alla auk þess sem snjóleysi hafi sett strik í reikninginn.
„Staðurinn var afar, afar einangraður. Það er erfitt að lifa lengi á stað sem er svona fjærri öllu en það myndaðist sérstök fjölskyldutilfinning í tökuliðinu sem var mjög indælt."
Eiga fleiri sögur af norðurslóðum
Sýningar þáttanna hefjast á nýju ári og er um að ræða 12 vikulega þætti. Þótt morðmál tengi þáttanna eru handritshöfundarnir með marga bolta á lofti og flétta fleiri sögum saman. Patrick segir handrit þáttanna hafa verið í stöðugri þróun enda hafi lítil breyting í einum þætti áhrif á tvö eða þrjú atriði þremur þáttum síðar. Eftirvinnsla þáttanna stendur nú yfir og þar er enn unnið að breytingum.
Framhald þáttanna byggir á viðtökum áhorfenda. Patrick ítrekar þó það sem hann hefur áður sagt um að tökuliðið vilji gjarnan vinna áfram með Fortitude.
„Við eigum hverja sögun á fætur annarri sem gerist á norðurslóðum. „Umhverfið og heimurinn þarna í norðri, það sem er að gerast í umhverfinu og þau ógrynni leyndarmála sem falin eru undir ísnum – þetta er of gott að vera satt. Við sköpuðum því samfélag sem við viljum heimsækja árlega.
Glæpasagan í fyrstu þáttaröðinni mun leysast en heimurinn sem hún gerist í er jarðvegur fyrir sérstakar sögur sem aðeins Fortitude getur sagt. Þess vegna erum við svo stolt."
Alþjóðleg skírskotun
Þrátt fyrir að sagan gerist á svæði sem fáir búast væntir Patrick þess að hún njóti vinsælda á heimsvísu. „Norðurskautið er svæði sem enginn á, hvorki tilfinningalega né landfræðilega.
Þeir sem eru þannig innstilltir kjósa að lifa þarna. Þeir setjast að í þorpum í einskis manns landi og því verður tilfinningin fyrir samfélaginu sérstaklega mikilvæg."
Samfélagið í Fortitude sé hins vegar heimsborgaralegt og óttann kannast allir við. „Það er skapaður heimur sem allir vilja vera hluti af og er í senn hlýlegur, líflegur og heimsborgaralegur. Á sama tíma spinnst upp ótti sem vonandi snertir óttataugar þeirra sem búa annars staðar í heiminum."
„Staðurinn var afar, afar einangraður. Það er erfitt að lifa lengi á stað sem er svona fjærri öllu en það myndaðist sérstök fjölskyldutilfinning í tökuliðinu sem var mjög indælt."
Eiga fleiri sögur af norðurslóðum
Sýningar þáttanna hefjast á nýju ári og er um að ræða 12 vikulega þætti. Þótt morðmál tengi þáttanna eru handritshöfundarnir með marga bolta á lofti og flétta fleiri sögum saman. Patrick segir handrit þáttanna hafa verið í stöðugri þróun enda hafi lítil breyting í einum þætti áhrif á tvö eða þrjú atriði þremur þáttum síðar. Eftirvinnsla þáttanna stendur nú yfir og þar er enn unnið að breytingum.
Framhald þáttanna byggir á viðtökum áhorfenda. Patrick ítrekar þó það sem hann hefur áður sagt um að tökuliðið vilji gjarnan vinna áfram með Fortitude.
„Við eigum hverja sögun á fætur annarri sem gerist á norðurslóðum. „Umhverfið og heimurinn þarna í norðri, það sem er að gerast í umhverfinu og þau ógrynni leyndarmála sem falin eru undir ísnum – þetta er of gott að vera satt. Við sköpuðum því samfélag sem við viljum heimsækja árlega.
Glæpasagan í fyrstu þáttaröðinni mun leysast en heimurinn sem hún gerist í er jarðvegur fyrir sérstakar sögur sem aðeins Fortitude getur sagt. Þess vegna erum við svo stolt."
Alþjóðleg skírskotun
Þrátt fyrir að sagan gerist á svæði sem fáir búast væntir Patrick þess að hún njóti vinsælda á heimsvísu. „Norðurskautið er svæði sem enginn á, hvorki tilfinningalega né landfræðilega.
Þeir sem eru þannig innstilltir kjósa að lifa þarna. Þeir setjast að í þorpum í einskis manns landi og því verður tilfinningin fyrir samfélaginu sérstaklega mikilvæg."
Samfélagið í Fortitude sé hins vegar heimsborgaralegt og óttann kannast allir við. „Það er skapaður heimur sem allir vilja vera hluti af og er í senn hlýlegur, líflegur og heimsborgaralegur. Á sama tíma spinnst upp ótti sem vonandi snertir óttataugar þeirra sem búa annars staðar í heiminum."