Strandið setur strik í smalamennskuna
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. sep 2014 13:07 • Uppfært 09. sep 2014 11:53
Í dag stendur til að smala ströndina í Reyðarfirði en smalarnir óttast að mikil umferð geti sett strik í reikninginn. Fjölmargir hafa lagt leið sína út með firðinum til að líta á strandstað og fylgjast með aðgerðum.
Þuríður Lillý Sigurðardóttir er ein þeirra sem leggur upp í smalamennsku í dag. Hún setti í morgun eftirfarandi stöðuuppfærslu á facebook-síðu sína (sjá mynd).
Austurfrétt vill eindregið hvetja vegfarendur til að fara varlega á svæðinu og taka fullt tillit, bæði til viðbragðsaðila og til gangnafólks og búfénaðar.
Mynd 1: Skjáskot af Facebook
Mynd 2: Akrafell á strandstað - GG