Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Opið hús á samlestri á sextugasta verkefninu
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnu húsi, samlestri og kynningu á leikverkinu „Þið munið hann Jörund" á milli klukkan 17 og 19 í Valaskjálf á sunnudag. Það verður sextugasta verkefnið í sögu leikfélagsins.Æfingar hefjast í september og sýningar um miðjan nóvember í Valaskjálf. Leikstjóri verður Halldóra Malin Pétursdóttir.
Í tilkynningu frá leikfélaginu er lýst eftir körlum og konum á öllum aldri til að taka þátt í verkefninu, hvort sem það er við leik, söng, smíðar eða annað.
Sérstaklega er óskað eftir þeim sem áður hafa starfað með félaginu.
Leikverkið er eftir Jónas Árnason en tríóið „Þrjú á palli" flutti þau í upprunalegu sýningunni og gerði þau vinsæl á sínum tíma.
Úr síðustu sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Gull í tönn. Mynd: GG