Franski spítalinn fékk menningarverðlaun SSA

franski spitalinn opnun psMinjavernd hlaut um helgina menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem veitt voru á aðalfundi sambandsins á Vopnafirði, fyrir endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.

Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu starfsári SSA.

Að þessu sinni var það Minjavernd sem hlaut viðurkenningu fyrir endurbyggingu Franska spítalans sem lauk í sumar. Verkefnið nær reyndar yfir endurbyggingu fjögurra húsa sem tengjast veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði um aldamótin 1900.

Fosshótel leigir hluta húsanna undir hótel og Fjarðabyggð annan hluta undir sýningu um veiðar Frakka. Þá er eitt húsið kapella sem vígð hefur verið á ný.

Mynd: Pétur Sörensen

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.