Skip to main content

Á bakvið tjöldin í Fortitude og fyrsta kitlan – Myndbönd

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. sep 2014 10:55Uppfært 24. sep 2014 11:05

fortitude promo 1SkyAtlantic sjónvarpsstöðin frumsýndi fyrstu kynningarmyndböndin fyrir sjónvarpsþáttinn Fortitude á YouTube rás sinni í morgun. Þættirnir eru kynntir undir yfirskriftinni „öruggasti staður á Jörðu."


Annars vegar er um að ræða myndband þar sem sýnt er á bakvið tjöldin frá tökunum en hins vegar stutt kitla (e. teaser trailer). Nær öll myndbrotin eru frá Reyðarfirði sem var aðal tökustaður þáttanna.

Þá birtust fyrstu kynningarljósmyndirnar úr þáttunum í morgun en bakgrunnur þeirra er miðbær Reyðarfjarðar með Tærgesen húsið mest áberandi. Aðra þeirra prýða Sofie Gråböl, Christopher Eccleston og Stanley Tucci en Richard Dormer og Michael Gambon hina.

Áætlað er að sýningar hefjist í janúar og hefur RÚV tryggt sér sýningarréttinn hérlendis.





fortitude promo 2