Stefna á útrás með Daga myrkurs: Treystum á dugnaðarforkana í heimabyggð

jonina brynjolfs austurbru mars14Stýrihópur hefur tekið til starfa til að vinna að framþróun hátíðarinnar Dagar myrkurs sem haldin verður á Austurlandi í fjórtánda sinn í nóvember. Verið er að leggja lokahönd á dagskrá ársins.

„Þetta hefur verið skemmtileg hátíð sem heimamenn hafa tekið virkan þátt í. Við héldum hins vegar fund um daginn og niðurstaða hans var að hátíðin væri vanýtt tækifæri," segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Að loknum fundinum var skipaður stýrihópur sem fer yfir hátíðina og gerir tillögur um framþróun hennar. Stefnt er að því að hefja skipulagningu hátíðarinnar fyrr á næsta ári og leggja meira í markaðssetningu hennar innanlands sem utan.

Litlar breytingar verða hins vegar á hátíðinni í ár sem fram fer 6. – 16. nóvember. Jónína segir „fullt af frábærum viðburðum" vera komnar á dagskrána en opið er fyrir skráningu viðburða til 10. október.

„Við viljum gjarnan fá fleiri. Þetta er hátíð sem byggir á dugnaðarforkunum í fjórðungnum. Þetta er hátíð sem gengið hefur vel en við viljum setja aukinn kraft í hana."

Það skiptir máli að hátíðin heppnist vel í ár þannig við höfum eitthvað til að byggja ofan á fyrir næsta ár."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.