Ferðamaður í heimabyggð á Fljótsdalshéraði

egilsstadirFerðaþjónustufyrirtækið Travel East og Þjónustusamfélagið á Héraði standa á morgun fyrir degi sem kallast „Ferðamaður í heimabyggð."

Í tilkynningu segir að markmið dagsins sé að „kynn fyrir heimamanninum skemmtilega hluti sem eru í boði á Fljótsdalshéraði."

Byrjað verður á fyrirlestrum á Kaffi Egilsstöðum en eftir hádegið er kastnámskeið í fluguveiði á Vilhjálmsvelli.

Þá verða í boði ferðir fyrir heimamanninn á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Álfasöguferð þar sem Einar Rafn Haraldsson verður fararstjóri.

Opið hús verður í Vallanesi eftir hádegi en deginum lýkur á Kaffi Egilsstöðum með byssusýningu Skotfélags Austurlands og vörukynningum.

Hægt er að nálgast ítarlegri dagskrá og upplýsingar á www.visitegilsstadir.is og á www.facebook.com/visitegilsstadir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.