Ferðamaður í heimabyggð á Fljótsdalshéraði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. okt 2014 11:33 • Uppfært 10. okt 2014 11:38
Ferðaþjónustufyrirtækið Travel East og Þjónustusamfélagið á Héraði standa á morgun fyrir degi sem kallast „Ferðamaður í heimabyggð."
Í tilkynningu segir að markmið dagsins sé að „kynn fyrir heimamanninum skemmtilega hluti sem eru í boði á Fljótsdalshéraði."
Byrjað verður á fyrirlestrum á Kaffi Egilsstöðum en eftir hádegið er kastnámskeið í fluguveiði á Vilhjálmsvelli.
Þá verða í boði ferðir fyrir heimamanninn á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Álfasöguferð þar sem Einar Rafn Haraldsson verður fararstjóri.
Opið hús verður í Vallanesi eftir hádegi en deginum lýkur á Kaffi Egilsstöðum með byssusýningu Skotfélags Austurlands og vörukynningum.
Hægt er að nálgast ítarlegri dagskrá og upplýsingar á www.visitegilsstadir.is og á www.facebook.com/visitegilsstadir