Fyrsta stiklan úr Fortitude: Þetta er blóðbað – Myndband
Sky sjónvarpsstöðin hefur sent frá sér fyrsta alvöru myndbrotið úr þáttunum Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi fyrr á árinu.Lögreglubíll á mikilli ferð með forgangsljós í vetrarmyrkri er það sem helst sést af svæðinu í tæplega mínútu langri stiklunni.
Sögusviðið er hins vegar blaðamannafundur bæjarstjórans í Fortitude, sem Sofie Gråböl leikur, þar sem hún talar af upplifun sínum af hinum friðsæla stað og nú standi til að byggja hótel inn í jökulinn.
Þegar hún lýkur máli sínu kemur kallið frá lögreglustjóranum um blóðbaðið.