Frumsýna heimildarmynd um strand Bergvíkur í Vöðlavík - Myndband

vodlavik 0014 webHeimildarmyndin „Háski í Vöðlavík" verður frumsýnd á Eskifirði og í Neskaupstað í kvöld. Myndin fjallar um strand Bergvíkur VE 505 í Vöðlavík í desember árið 1993 og baráttu björgunarmanna við að ná skipinu aftur á flot.

Eftir miklar hremmingar tókst að ná Bergvíkinni aftur á flot tæpum mánuði síðar en við björgunina fórst dráttarbáturinn Goðinn og með honum einn maður.

Þyrlusveit bandaríska hersins af Keflavíkur vann hins vegar mikið afrek við að bjarga hinum skipverjunum sex í brjáluðu veðri í Vöðlavík.

Myndin er framleidd af Hafdal kvikmyndagerð en einn aðstandenda fyrirtækisins var á sínum tíma tökumaður hjá RÚV og á um sex klukkustundir af myndefni af strandstað sem nýtt er í myndina.

Myndin verður sýnd í Valhöll á Eskifirði klukkan 18:00 í dag og aftur í Egilsbúð í Neskaupstað klukkan 21:00. Ágóði af sýningunum fer til styrktar björgunarsveitunum á staðnum.

DVD diskur með myndinni er væntanlegur í verslanir fyrri hluta nóvember.

Haraldur Bjarnason, frétta og þáttagerðarmaður er handritahöfundur, spyrill og þulur.





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.