Skip to main content

Rússneski sendiherrann heimsækir Austurland í tilefni rússneskrar kvikmyndaviku

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2014 11:52Uppfært 28. okt 2014 11:54

avvasiliev rus sendiherra cutAnton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, kemur í tveggja daga heimsókn til Austurlands í tilefni rússneskrar kvikmyndavikur. Sýndar verða myndir á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.


„Póstsins björtu nætur" verður sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00 í kvöld. Myndin, sem fékk Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár, fjallar um íbúa smábæjarins Kenozero Lake þar sem allir þekkja alla og aðeins brýnustu nauðsynjar fást.

Póstur bæjarins er sálufélagi og tenging við umheiminn, traust lagt á bátinn hans sem brú milli tveggja menningarheima. En þegar bátamótorum Póstsins er stolið og kona drauma hans flýr í borgina, fylgir hann eftir , leitandi af nýjum ævintýrum og nýju lífi.

Því fylgir sjálfsskoðun, þegar pósturinn berst við gamla drauga, ást og skilning á því að það er enginn staður eins og heima.

Þá verður myndin „Englar byltingarinnar" sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan 20:00 á morgun. Myndin fjallar um fimm vini: ljóðskáld, leikara, málara, arkitekt og leikstjóri, sem gera tilraun til að finna holdtekju drauma sinna í nýstofnuðu sovésku ríki.

Þetta er í annað skiptið sem rússneska sendiráðið stendur fyrir rússneskri kvikmyndaviku hérlendis.