Talsverður áhugi á meintum furðuhlut yfir Reyðarfirði

reydarfjordur ufoMyndband af meintum fljúgandi furðuhlut yfir Reyðarfirði sem tekið var upp í síðustu viku hefur farið víða um veraldarvefinn. Fæstir virðast þó trúaðir á að nokkuð furðulegt hafi verið á sveimi.

Myndbandið birtist á Mbl.is og hafa ríflega 30 þúsund manns horft á myndbandið. Því hefur verið deilt víða, bæði á ýmsum spjallborðum erlendis sem og vefsíðum sem fjalla um íslenskar fréttir.

Fæstir þeirra sem deilt hafa myndbandinu trúa þó á að þarna sé nokkuð furðulegt á ferð en gera hins vegar frekar grín að auðtrúa Íslendingum.

Þeir spyrja hvort eitthvað sé að lútfiskinum (innsk. blm. sem er norskur réttur), eða hvort geimveran hafi sést veifandi í glugganum eða hrista hausinn og segja að svona fari fyrir þeim sem borði rotinn hákarl.

Þá hefur myndbandinu verið deilt á vefsíðum þeirra sem áhuga hafa á fljúgandi furðuhlutum og líf á öðrum hnöttum.

Sérfræðingar hafa þó sagt að þarna sé líklega flugvél á ferð og útiloka að um geimskip hafi verið að ræða.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.