Fortitude: Ótrúlegt að mynda á snævi þöktum fjöllunum – Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. nóv 2014 11:11 • Uppfært 14. nóv 2014 11:13
Bæði leikarar og tökulið Fortitude-þáttanna, sem að miklu leyti voru teknir upp á Austfjörðum síðasta vetur, lýsa ánægju sinni með að hafa fengið að taka upp á snævi þöktum fjöllum og jöklum í nýju kynningarmyndbandi.
Patrick Spence, aðalframleiðandi, segir það einungis á Íslandi sem tökulið fái að fara á jöklana sem gefi möguleika á ótrúlegum myndum.
Í myndbandinu eru skot frá Austfjörðum en einnig úr Jökulsárlóni. Tökumaður segir senurnar hafa lukkast ótrúlega vel og ekkert farið úrskeiðis.
Leikarar, þeirra á meðal Michael Gambon, lýsa sömuleiðis ánægju sinni með einstakt umhverfið.