Fortitude: Ótrúlegt að mynda á snævi þöktum fjöllunum – Myndband

fortitude promo 2Bæði leikarar og tökulið Fortitude-þáttanna, sem að miklu leyti voru teknir upp á Austfjörðum síðasta vetur, lýsa ánægju sinni með að hafa fengið að taka upp á snævi þöktum fjöllum og jöklum í nýju kynningarmyndbandi.

Patrick Spence, aðalframleiðandi, segir það einungis á Íslandi sem tökulið fái að fara á jöklana sem gefi möguleika á ótrúlegum myndum.

Í myndbandinu eru skot frá Austfjörðum en einnig úr Jökulsárlóni. Tökumaður segir senurnar hafa lukkast ótrúlega vel og ekkert farið úrskeiðis.

Leikarar, þeirra á meðal Michael Gambon, lýsa sömuleiðis ánægju sinni með einstakt umhverfið.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.