Fortitude: Ótrúlegt að mynda á snævi þöktum fjöllunum – Myndband
![fortitude promo 2](/images/stories/news/2014/fortitude_misc/fortitude_promo_2.jpg)
Patrick Spence, aðalframleiðandi, segir það einungis á Íslandi sem tökulið fái að fara á jöklana sem gefi möguleika á ótrúlegum myndum.
Í myndbandinu eru skot frá Austfjörðum en einnig úr Jökulsárlóni. Tökumaður segir senurnar hafa lukkast ótrúlega vel og ekkert farið úrskeiðis.
Leikarar, þeirra á meðal Michael Gambon, lýsa sömuleiðis ánægju sinni með einstakt umhverfið.