Funda um þjóðsagnaarf Sigfúsar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. nóv 2014 15:19 • Uppfært 17. nóv 2014 15:20
Áhugahópur um þjóðsagnaarf Sigfúsar Sigfússonar stendur fyrir fundi í dag kl. 17:00 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.
Áhugahópurinn vill ræða hvaða tækifæri felast í arfi Sigfúsar með það að markmiði að auka ferðaþjónustu og um leið vitund okkar íbúanna um sögu og menningu á Austurlandi.
Sigfús fæddist í Miðhúsum á Fljótsdalshéraði árið 1855. Hann bjó víða á Austurlandi og safnaði þjóðsögum af svæðinu. Ritsafn hans kom út í sextán bindum á árunum 1922-1959.
Sigfús þótti gríðarlega afkastamikill þjóðsagnasafnari á sínum tíma og barst hróður hans sem slíks víða.