Þúsund húfur og eyrnabönd á Austurlandi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. nóv 2014 23:38 • Uppfært 18. nóv 2014 23:50
Líkt og undanfarin ár hefur VÍS síðustu vikur boðið viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi húfu eða eyrnaband fyrir börn á næstu skrifstofu.
„Austfirðingar tóku þessu fagnandi og hefur um þúsund stykkjum verið dreift í fjórðungum. Þetta er fjórða árið í röð sem við bjóðum okkar góðu viðskiptavinum þennan glaðning. Við viljum leggja okkar af mörkum til að auka öryggi í umferðinni.
Börnin sjást betur en ella í myrkrinu með þetta skínandi höfuðfat," segir Methúsalem Einarsson umdæmisstjóri VÍS á Austurlandi og vill um leið hrósa skokkurum á svæðinu.
Þeir séu vel merktir í bak og fyrir í langflestum tilfellum. Hinir sem viti upp á sig skömmina ættu aftur á móti að líta við á næstu VÍS skrifstofu og sækja sér endurskinsmerki.