Rannsaka menningarauð á heimaslóð
Austurbrú vinnur nú að norrænu rannsóknarverkefni á fjárhags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menningarverkefni og viðburði á heimaslóðum.Að verkefninu standa sveitarfélagið Vágur í Færeyjum, CRT á Borgundarhólmi, menningarráð Vesterålen og Austurbrú – Miðstöð menningarfræða.
Um þessar mundir er kallað eftir að Austfirðingar svari stuttri könnun um upplifun sína af menningarlífi á heimaslóð.
Hægt er að svara könnuninni með því að smella HÉR.