Skip to main content

Árleg sýning á verkum austfirskra listnema opnuð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. nóv 2014 10:32Uppfært 21. nóv 2014 11:53

honnunarsyning1Árleg sýning SAM-félagsins, grasrótarfélags skapandi fólks á Austurlandi, á lokaverkefnum austfirskra listháskólanema var opnuð í Menntaskólanum á Egilsstöðum í síðustu viku.


Að þessu sinni eru sex nemar sem sýna lokaverkefni sín en þau eru: Elísabet Sara Emilsdóttir úr arkitektúr, Leif Kristján Gjerde úr tónsmíðum, Skúli Andrésson úr kvikmyndagerð, Stefanía Ósk Ómarsdóttir úr teiknimyndagerð og myndskreytingu, Þórný Sigurjónsdóttir úr myndskreytingu og Valgerður Jónsdóttir úr textílhönnun.

Sýningin er opin á opnunartíma skólans til 30. nóvember.