Rithöfundalest(ur) á Austurlandi
![skriduklaustur](/images/stories/news/umhverfi/skriduklaustur.jpg)
Þórarinn Eldjárn les úr bókum sínum Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular frá Vöku Helgafelli, Soffía Bjarnadóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkja, sem Mál og menning gefur út og Kristín Eiríksdóttir fer með eigin ljóð úr KOK sem kemur út hjá JPV.
Austfirðingurinn Gyrðir Elíasson opnar bækur sínar, Koparakur og Lungnafiskana, sem eru frá Dimmu og Gísli Pálsson er á Austurlandi í bók sinni Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem Mál og menning gefur út.
Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för 5 austfirsk skáld og þýðendur: Stefán Bogi, Hrafnkell Lárusson, Kristian Guttesen, Sigga Lára Sigurjónsdóttir og Ingunn Snædal.
Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður í Miklagarði á Vopnafirði föstudagskvöld 28. nóv. kl. 20:30. Laugardag 29. nóv. kl. 14:00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20:30. Á sunnudaginn verða þeir síðan í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 13:00.