Söfnuðu 30.000 krónum í bleikum október: Kúnnarnir voru ánægðir með framtakið
![haris styrkur 0005 web](/images/stories/news/2014/haris_styrkur_0005_web.jpg)
„Það voru 100 krónur af hverjum kúnna sem kom til okkar sem runnu til félagsins," segir Áslaug Ragnarsdóttir sem stýrir stofunni.
Stofan var skreytt bleik og tilboð var á bleikum vörum í októbermánuði sem tileinkaður er vitundarátaki um krabbamein kvenna.
„Kúnnunum fannst þetta mjög skemmtilegt. Það er farið að dimma í október en þetta gladdi alla."
Hún skorar á fleiri að fylgja fordæmi Hár.is. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð en margt smátt gerir eitt stórt. Við viljum gjarnan að þetta verði hvatning fyrir aðrar stofur á Austurlandi og fyrirtæki að sýna samhug í verki."
Hárlos er algengur fylgikvilli krabbameinsmeðferðar. „Við finnum til samkenndar þegar konan í stólnum fer að segja okkur frá raunum sínum," segir Áslaug um hvatann að baki söfnuninni.
Alfreð Steinar Rafnsson, formaður félagsins, veitti styrknum viðtöku. „Mér finnst þetta frábært framtak sem við erum mjög þakklát fyrir."