Skip to main content

Jólaóratoría Bach langstærsta verkefnið sem við höfum ráðist í - Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. des 2014 10:22Uppfært 05. des 2014 10:53

jolaoratoria 0001 webHátt í sextíu manns komu að flutningi Jólaóratoríu Johans Sebastians Bach á Egilsstöðum og Eskifirði um síðustu helgi. Hljómsveitarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst.


„Þetta tókst með afburðum vel. Enda var ég með frábæran mannskap. Kórarnir stóðu sig frábærlega vel og einsöngvararnir ekki síður. Hljómsveitin var klassi," segir Torvald Gjerde, stjórnandi.

„Það var erfitt að koma þessu öllu saman á svona skömmum tíma og við hefðum þurft miklu meira tíma til að æfa öll saman fyrir tónleikana, en þetta tókst. Ég er mjög sáttur."

Að flutningum komu tveir kórar, kór og Kammerkór Egilsstaðakirkju, ásamt fjórum einsöngvurum, þeim Andreu Kissne Revfalvi, Erlu Dóru Vogler, Þorbirni Rúnarssyni og József Gabrieli-Kiss og hljómsveit en fluttar voru þrjár kantötur úr verkinu.

Verkið var flutt í Egilsstaðakirkju og í Tónlistarmiðstöð Austurlandi á Eskifirði undir stjórn Torvald Gjerde organista í Egilsstaðakirkju.

Fallegasta kórverk sögunnar

Jólaóratorían er eitt höfuðverka síðbarokksins, í henni eru sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734 á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex átti flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum.

„Við höfum flutt verkið áður, en þetta er það stærsta sem við höfum gert. Þegar ég stakk upp á þessu verki við kórinn á sínum tíma tóku allir mjög vel í þetta, enda er Jólaóratorían mjög vinsælt verk. Það er líka oft talað um það sem fallegasta kórverk sögunar, enda er þetta óskaplega fallegt stykki," segir Gjerde.

En hvernig var mætingin? „Hún var mjög góð á Egilsstöðum. Kirkjan var bókstaflega troðfull og þurfti að týna til alla aukastóla í húsinu, en það hefði mátt vera betri mæting á Eskifirði.

Við vorum bara óheppin með veðrið sem setti strik í reikninginn. Margir hættu við að koma út af rokinu. En þeir sem mættu voru yndislegir áheyrendur, og hljómurinn í Tónlistarmiðstöðinni er frábær."

Alltaf nóg að gera

En ertu farin að hugsa um hvað tekið verður fyrir á næsta ári? „Það er ekkert ákveðið í þeim efnum, en ég er strax kominn með hugmyndir. Ég á samt alveg eftir að deila þeim með kórunum svo það verður ekkert uppgefið hér.

Nú fer Kammerkórinn í frí og kirkjukórinn tekur við, og framundan eru hátíðalegar jólamessur, jólasöngvar og meira að segja jólatónleikar. Það er alltaf nóg að gera," segir Torvald að lokum

jolaoratoria 0003 webjolaoratoria 0005 webjolaoratoria 0014 webjolaoratoria 0019 webjolaoratoria 0024 webjolaoratoria 0040 webjolaoratoria 0048 webjolaoratoria 0061 web